Anna Julia’s Serenade

Anna Julia’s Serenade

Anna Julia’s Serenade

Erindi / Serenade is on exhibit at Hafnarborg Centre of Culture and Fine Art until October 22nd. In the exhibition by Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, various elements are taken from sociology, astronomy, poetry, and ecology, into an acknowledgment of the biggest crisis´ currently facing the world. Like a natural scientist who uses poetry to interpret her findings, Anna Júlía looks at ways of addressing climate change and human migration that recognizes human vision. In the following interview, Anna Júlía and I discuss the exhibition and her concern with the synthesization of meaning- from the 19th-century Romantic movement to biometric identity management systems.

Erin: The first perception of the exhibition for me was the impression of there being many layers involved: the art-song lieder tradition, the Romantic notions, the migration of the Passerine species to Iceland, references to human migration and the weather. Can you tell me more about how all of these are related?

Anna Júlía: The starting point was the birds. I had seen in the news years ago these announcements about Vagrant birds arriving in Iceland. It was in 2005 that I first started paying attention to it and I always wanted to look further into the different species. I came across the Singers, as they are called in Icelandic, and found them interesting not least because they are predominantly a European and Asian species associated with the Old World that migrate from Africa and other southern destinations. Then I looked at their distribution patterns and it struck me because it looked like maps of human migration into Europe. I had been thinking a lot of Europe, and how we, as a whole, are tackling the challenges of migration today.

So I decided to narrow this down to the Old World Warblers because of this pattern and how they come to Iceland in particular. I thought there was a correlation between the birds and the influences and culture that originate from this Eastern direction that Western societies are based on but we think we are independent of it somehow. I thought it was an interesting way to look at one species and look into smaller examples of our ecosystem and how it’s changing – a macro view. It just represents a much bigger picture of something that is in flux and seems to be happening very fast. So there are social and political issues that factor into my interest in this, but on the other hand, there is also the climate change issue and you can’t really separate the two. Of course, that is only part of the story about how all these things are related.

The other thing I should say regarding the birds is that it is not just the changing of these fundamental systems, but also the systems of taxonomy we created in the 18th century- these man-made systems that we have stuck to and maybe are just now realizing are fixed choices that aren´t necessarily truths that we have to hold onto. The Warbler species are very old, dating back around 16 million years. Linnaeus classified many of them and some were described in his 1758 Systema Naturae but in recent years these birds have been the source of much taxonomic confusion and rearrangements within the taxonomy. This is because of new technologies and genetic research. This case is like a little snapshot of this kind of changing worldview.

Erin: It reminds me of something I was just reading in preparation for our discussion from the Finnish cultural theorist, Jussi Parikka, who writes about how recent technological networks are modeled from systems in ecology and especially migration patterns, herds, and swarms. I saw a connection between his ideas and some of the points you were touching on in your exhibition.

Anna Júlía: It also shows us how nature is much more complex than we tend to realize and that these very complex patterns are there and that we can look into for inspiration. I like Parikka´s comment: „It’s the environment which is smart and teaches the artificial system.“ Although I am looking at natural patterns they are not necessarily the super-developed kind such as swarms but the accidental as well.

Erin: Yes, I think it’s this anthropocentric point of view of nature that has simplified things, but that is not the case.

Anna Júlía: It brings into question where the human comes into it, the co-creative factor of the human as narrator.

Erin: In some ways, the Romantic Movement in art, literature, and music really was inclusive to this connection between humans and the environment on all levels. Do you think there is a clue to how we handle the huge upheaval of human migration and climate change in the arts, and specifically how we see connections between the humanities and the natural sciences? Do you think this movement can give us a clue as to how to navigate all these changes?

Anna Júlía: I think definitely there is a connection. The Romantics were also coming out of a reaction to the Industrial Revolution, so that is maybe what is parallel with today- these similar issues in a different context. In my work, of course, I am using it as a metaphor. In relation to the exhibition, the Romantic sentiment is a total contrast to the scientific and the kind of systems used in science. I brought in these Romantic lieder songs as a contrast to the scientific thought. The songs also give the exhibition a narrative which would otherwise have been an installation consisting of a few parts. I broke it up into pieces and attached each one to a romantic song and in that way, gave it some narrative. Also, the poems bring in a human voice and in that relation, the Romanticism speaks of this need for freedom- a basic human need.

And in the context of the work, the poems put them in context with the night as the spatial and temporal dimensions of human experience. The poets were allowing themselves to focus on feelings rather than the hard-core rhetoric of Rationalism. I think that is also what we need now and I think there is a demand for emotional intelligence.

Erin: Your exhibition also holds an allusion to the era when Europeans were creating categorizations for the natural world and putting it into systems for our analysis- maybe this goes back to what we talked about earlier in trying to find clues to our current situation by creating a new model of thinking about nature and culture, human and non-human? As much as rationalism has carried Western civilization forward, it also needs to be paired with equal doses of empathy and understanding, which was obviously the Romantic reaction this period’s mechanical focus.

I think you capture that really well.

Anna Júlía: That’s definitely what I had in mind- a call out for more empathy. This rationalization, of course, applies to the human classification going on now. I found similarities between the taxonomic classification and the human cataloging, especially in the problem that Europe is trying to address. We have created these laws in the last century when the UN was formed- human rights laws and laws pertaining to refugees. We need to adhere to the basic beautiful idea of the laws but they are being stretched, borders have moved away from the actual physical borders not in a way of inclusion but exclusion. Once a person trying to enter illegally is caught, he or she is registered and cataloged almost like a taxon in a way that people in the western world would never agree with being treated. These databases are very inhuman.

Erin: What about some of the more material aspects of the exhibition – can you comment on this continuing theme of fragility and ephemerally in the materials being used?

Anna Júlía: Yes, the choice of materials is deliberate, of course. The xenon gas and the fragile paper reflect the ephemeral nature of the subject matter as well and how these ideas are a bit afloat. Because we were talking about the wind and birds being carried by the Eastern wind, I wanted to choose materials that were reflecting this ephemerality. I am interested in primary elements and in the transformation of elements be it in technology or nature. I chose these as basics- the carbon and xenon. Of course, I’m playing with the etymology of the words as well. Xenon comes from the Greek word for stranger and carbon is a word that is somehow intrinsic to the discussion of climate change. But then the carbon paper is itself a material of fragility and lightness and also holds this possibility within it because it’s indeed a tool, something to make a copy with. So these are the material factors but to me it represents bureaucracy. I used the carbon paper as well to make the drawing of trees at the far wall opposite of the window.

Erin: Can you tell me more about this drawing, Mondacht / Moonlit Night?

Anna Júlía: The tree in the drawing represents the home for the birds because they live in trees and are insect eaters – but it can also be a home or a shelter generally. But again, it’s also part of the language of the Romantic night, dark and the North, trees, and forests being part of that. Then again it’s just a copy, so there is a kind of dreamy feeling about it. Maybe it’s just a kind of faint memory or a vision. The title and the location within the space also have significance in relation to ´reading´ of the works.

As I mentioned earlier the lieder songs lend the exhibition a narrative. It has a beginning and an end and you can read the exhibition in this order with Ständchen / Serenade being the first piece. I don´t see the work being illustrations of the poems but they get an added context and a certain tone. You could say that each piece is twofold – the physical, straight work and the emotional connotation of each poem, which is almost, like a sub-theme. For instance, Ständchen / Serenade is a positive, light song and has this inviting or luring factor at the same time as setting a melancholic tone.

My songs beckon softly
through the night to you;
below in the quiet grove,
Come to me, beloved!
The rustle of slender leaf tips
whispers in the moonlight;
Do not fear the evil spying
of the betrayer, my dear.
Do you hear the nightingales call?
Ah, they beckon to you,
With the sweet sound of their singing
they beckon to you for me.
They understand the heart’s longing,
know the pain of love,
They calm each tender heart
with their silver tones.
Let them also stir within your breast,
beloved, hear me!
Trembling I wait for you,
Come, please me!

(Ständchen / Serenade, D. 957, Schubert, 1828, poem by Ludwig Rellstab)

En Dröm / A Dream, by Grieg, also has something positive and hopeful about it. The piece, two adjacent barometers, has to do with the measurement of the world which isn´t accurate and juxtaposes two very different things – a scientific measuring tool and the idea of the dream, which is the only connection to the poem.

Then, To Evening / Illalle, which is the carbon paper sheet with the star constellation mapped into it, is the point when you enter the night with its dreams and sense of refuge.

Come gentle evening, come in starlit splendour,
your fragrant hair so soft and darkly gleaming!
Oh, let me feel it round my forehead streaming!
Let me be wrapped in silence, warm and tender!
Across your bridge of magic, smooth and slender,
my soul would travel towards a land of dreaming,
no longer burdened, sad, or heavy seeming,
the cares of life I’d willingly surrender!
The light itself whose bonds you daily sever,
would flee, exhausted, seeking out those places
where your soft hand all toil and strain erases.
And, weary of life’s clamour and endeavour,
I, too, have greatly yearned for your embraces.
Oh, quiet evening, let me rest forever!

(Illalle / To Evening, Op. 17, Sibelius, 1898, poem by Aukusti Valdemar Forsman)

Mondnacht / Moonlit Night is such a beautiful poem and the song a perfect calm. I get the feeling it pauses time, you´re kind of poised in the quiet moonlit night.

It was as if the heavens
Had silently kissed the earth,
So that in a shower of blossoms
She must only dream of him.

The breeze wafted through the fields,
The ears of corn waved gently,
The forests rustled faintly,
So sparkling clear was the night.

And my soul stretched
its wings out far,
Flew through the hushed lands,
as if it were flying home.

(Mondnacht / Moonlit Night, Op. 39, Schumann, 1840, poem by Joseph Eichendorff)

And the last piece, Après un rêve / After the Dream, which is the bird skins in the vitrine with the Xenon light above. The poem has a tiny glimmer of hope that is never realized. One is brought back to reality again and it’s the end of the dream. We don’t know if the birds are sleeping, or in a coma, or dead.

Drowsing spellbound with the vision of you
I dreamt of happiness, burning mirage,
Your eyes were gentler, your voice was pure and sonorous
You shone like the dawn-lit sky
You called me and I left the earth
To flee with you toward the light
For us the heavens opened up their clouds
To reveal unknown splendour, glimpses of divine light…
Alas, alas, sad awakening from these dreams
I call out to you, oh night, give me back your lies
Come back, come back, radiant one
Come back mysterious night.

(Après un rêve, Gabriel Fauré, 1878, lyrics by Romain Bussine)

Erin: What about this use of carbon blue which flows through each piece and the inversion of the natural colors to these ultramarine hues in the bird portraits in Ständchen / Serenade?

Anna Júlía: It came about for a few reasons. Aesthetically, I just thought it was very interesting how the feathers almost look like they’ve been inked in, but it’s also a way to distance myself from the scientific approach, as a filter to get away from that. But then it also has something to do with the night because they are all spotted and photographed in the daytime. It is a reversal both of the colors and the original daylight photo could be a night scene. So there were practical and conceptual reasons and it all came together in this fusion. I just like the colors. It was also a bit of a chance finding because the reversed images have the same blue tone as the carbon paper. The blue drawing on the wall is just made directly from the carbon paper.

Erin: Haven’t you made allusions before to how colors were brought to Europe from the East, in your exhibition at Harbinger last year, for example?

Anna Júlía: Yes, I had previously used the symbolism and history of colors. In the exhibition you are referring to it was Tyrian-purple that originated from Phoenicia and was a symbol of wealth. In Serenade the color is ultramarine blue. The name comes from the Latin ultramarinus, literally „beyond the sea“ because it was imported from Asia by sea. It was imported to Europe from Afghanistan in 14th and 15th centuries.

We connote it to the Far East as well, to China. There is also something about it in that it is not a color in Icelandic nature that you can find naturally. Blue was always a very exotic color in Iceland because you could not get it naturally from nature so it became a sign of someone with wealth who had been traveling abroad. At the same time, blue is also our national flag color so there are many associations. Xenon is also blue when charged through electricity. Also with Xenon being used in searchlights, it is enlightening, in a way, bringing something to light. Yes, so the blue color is there for many reasons but not least because of references to ink and bureaucracy.

Erin: There is also a thread of navigation in the exhibition, of the notion of finding ones’ way in the dark or through difficulties.

Anna Júlía: The theme of finding ones’ way is important especially with the star map and the way the birds navigate. It’s not just those finding their way to a better life, but also us as Europeans, and every human really, in navigating the best way to face these challenges.

Erin: There are so many endless correlations in the exhibition that it really becomes a constellation of sorts. Everything is connected on some level of meaning to everything else, micro and macro – the transformation of centuries of thought as well as the lifespan of a single bird. 

artzine would like to thank Anna Júlía for the interview.

Erin Honeycutt


Installation photos: Vigfús Birgisson. Portrett: Helga Óskarsdóttir

For more information about Anna Júlía’s work, visit her website: www.annajuliaf.com

Playlist:

https://open.spotify.com/user/1189549579/playlist/7szowWHtdm3DRXUUWb0D8x

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

The footage used is raw, unadultered content where the apparent simplicity crystalizes linearly to become the cornerstone of the artwork. The subjective experience, sensation, and perceptual phenomenon that is approached through this motion picture takes the viewer to the realm of dreams. Inspiration comes from the moments our subconscious highlights from life experiences. The purpose of the subconscious is twofold, it keeps us safe from anguish and trauma and it chooses from our memories the ones that can transmit a strong emotion. Love, guilt, fear, anger and happiness are powerful feelings beyond our understanding and are concealed teachers that guide our life journey. Transcending into the higher self requires a deep understanding of our emotions, embracing reality through memories and listening to the message that hides at plain sight.

The oneiric journey eclipses the triviality of falling asleep breaking all boundaries and the preconceptions you create. This sequence takes the shape of a small river that flows into the ocean—a stream of consciousness that flows into the sea of unconsciousness.
Expectations should not overflow your thoughts. Your thoughts should not override your impulses. Subdue to your inner call and let it overwhelm you. Take a deep breath.
Your mind takes over and your willpower withers. Your eyes get number as your spine shivers. Take a deep breath.

Your surrounding comforts you as you confront your thoughts. Set your memories free, let the nostalgic feeling burn and consume you. Embrace the sacrifice. Be naïve. Absolute peace comes from within.

Alejandro Oria Lombardía

Staðsetningar í Gerðarsafni

Staðsetningar í Gerðarsafni

Staðsetningar í Gerðarsafni

Á níunda áratugnum tókst allstórum hópi ungra listamanna á Íslandi að koma öllum á óvart með því að snúa sér að málverki en þá höfðu margir um nokkurt skeið spáð því að tími þessa ævagamla listforms væri liðinn og framtíðin myndi í staðinn einkennast af hugmyndalist, gjörningum, vídeólist og öðrum nýjum miðlum. Samskonar umskipti voru reyndar uppi í öðrum löndum, bæði austan hafs og vestan, en íslensku listamennirnir eltu ekki þá strauma í blindni heldur tókust af alvöru á við þá málverkahefð sem orðið hafði til á Íslandi. Þar voru landslagsmálverk fyrirferðarmikil þrátt fyrir að abstraksjón, popplist og fleiri stefnur hefðu líka átt sín skeið og sína meistara. Það var óvænt en ákaflega merkilegt að fylgjast með því hvernig þetta unga fólk mátaði sig við gömul viðfangsefni og fann nýjar leiðir til að tjá sig og endurhugsa möguleika málverksins. Hér var ekki um einhvers konar endurhvarf að ræða heldur voru dregnar saman hugmyndir úr listastefnum síðustu áratuga – abstraksjón, minimalisma, hugmyndalist, o.s.frv. – svo úr varð algerlega ný nálgun.

Landslagsmálverk höfðu alla tuttugustu öldina notið mikillar hylli á Íslandi. Frumkvöðlarnir voru Þóra Melsted, Þórarinn Þorláksson og Ásgrímur Jónsson, og fjöldi annarra málara fylgdi í kjölfarið. Íslenskt samfélag breyttist hratt á þessum árum þegar fólk fluttist úr sveitunum í þéttbýlið og landslagsmálverkin virðast hafa hjálpað til að sætta fólk við þessi umskipti: Þótt maður sæi ekki lengur fjallið heima út um eldhúsgluggann var hægt að hafa fallegt málverk af því í stofunni. Eftir því sem leið á öldina dofnaði áhuginn á landslagsmálverkum smátt og smátt. Samband fólks við landið og landslagið breyttist og varð flóknara. Í stað þess að búa í landslaginu fór fólk í ferðalög úr bænum til að njóta þess og þegar iðnvæðingin breiddi úr sér komu upp vandamál um landnýtingu og umhverfisvernd sem eldri kynslóðir hefði ekki órað fyrir. Myndlist yngri listamanna endurspeglaði þessa þróun og þegar Nýja málverkið kom fram var öllum ljóst að það dygði ekki að sækja í smiðju gömlu meistaranna heldur þyrfti nýja hugsun og nýjan skilning á því  hvernig listaverk gæti túlkað upplifun okkar og skilning. Kristján Steingrímur Jónsson og Einar Garibaldi Eiríksson hafa átt drjúgan þátt í þessari endurskoðun og  í leiðinni fundið sér sinn sérstaka og persónulega stíl. Málverk þeirra beggja bera sterk einkenni þeirrar vitsmunalegu nálgunar sem  í ríkari mæli einkennir samtímamyndlist: Málverkið er ekki lengur bara mynd af landslagi heldur tjáir heimspekilegar vangaveltur um jörðina, okkur sem á henni búa og um listhefðina sem á undan blómstraði. Hvorki Einar né Kristján Steingrímur mála myndir af landslagi en báðir takast þó á við það á markvissan hátt.

Verk Einars byggja á hugsun um tákn og táknfræði. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson.

Kristján Steingrímur Jónsson. Nálægð 2005. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.

Frá vinnustofu Kristjáns Steingríms 2017. Ljósmynd: Anna Karen Skúladóttir

Frá vinnustofu Einars Garibalda 2017. Ljósmynd: Anna Karen Skúladóttir

Verk Einars byggja á hugsun um tákn og táknfræði – það hvernig við vísum í landslag frekar en landslagið sjálft. Þannig hefur hann t.a.m. málað upp landakort þar sem lítil myndtákn gefa vísbendingar um hverslags landslag sé að finna á hverjum stað: Klettabelti hér, mýri þar eða kjarr eða hraun. Hann hefur meira að segja sýnt það sem hann kallar „fundin málverk“ og látið skilti sem ætlað er að vísa ferðalöngum á fallegar náttúrumyndanir koma í stað mynda af náttúrunni sjálfri. Kristján Steingrímur hefur hins vegar leitað í landið sjálft en í staðinn fyrir að mála myndir af landslaginu hefur hann t.d. safnað jarðefni frá ákveðnum stöðum og unnið úr því olíuliti sem hann notar og vísar þannig í landslagið. Í staðinn fyrir að „sýna“ landslagið eru þessi málverk bókstaflega búin til úr landslaginu. Þá hefur hann líka notað víðsjá til að kanna innri byggingu jarðefnisins og teiknað upp svo við getum séð landslagið frásjónarhorni sem er okkur alla jafna hulið. Á þessari sýningu eru verk Kristjáns Steingríms og Einars sýnd en um leið reynt að varpa ljósi ásköpunarferlið sem að baki býr. Sýningin er í tveimur hlutum sem er nokkur nýlunda en með því vonumst við til að geta kafað dýpra í þær hugmyndir og rannsóknir sem að baki liggja. Á fyrri hluta sýningarinnar eru nýleg verk eftir listamennina báða en um miðbik sýningartímans verður henni umbylt, fleiri verk tekin inn og bætt við myndum og efni sem skýra vinnuaðferðirnar sem þeir hafa þróað með sér á áratuga ferli í myndlistinni. Tilgangurinn er að vekja gesti til umhugsunar um samband okkar við landið og umhverfi okkar en um leið að greina hvernig þetta samband hefur þróast og umbreyst í sögunnar rás. Á sama tíma er hér á ferðinni gagnrýnin sýn á hlutverk myndlistarinnar í samtímanum og það hvernig hún getur hjálpað okkur að skilja okkar eigin upplifun og líf.

Jón Proppé


Textinn er sýningartexti. Aðalmynd: Kristján Steingrímur, Jón Proppé sýningarstjóri sýningarinnar og Einar Garibaldi. Aðalmynd með grein: Hrafnhildur Gissurardóttir.

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Blaðamaður artzine kíkti við á myndlistarsýninguna Ég sagði það áður en þú gast sagt það sem stendur yfir í Gallerí Gróttu um þessar mundir. Það er myndlistarhópurinn I.Y.F.A.C eða International Young Female Artist Club sem sýnir, en hópurinn samanstendur af myndlistarkonunum Höllu Birgisdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur og Steinunni Lilju Emilsdóttur. Blaðamaður settist niður með þeim á Bóksafni Seltjarnarness og ræddi við þær um sýninguna og samstarfið.

Hópurinn varð til um það leyti sem Sigrún Hlín og Ragnheiður Maísól voru nýútskrifaðar með BA gráður í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Að þeirra sögn vantaði þær báðar einhvers konar rótfestu eða samastað og fólk sem þær gætu talað við um myndlist og það sem þær væru að hugsa. „Þetta var eins konar lágpunktur fyrir mig, þar sem ég fattaði að það væri enginn að bíða eftir að maður gerði eitthvað eða fara að klappa manni á kollinn. Svona er veruleikinn oft fyrir nýútskrifaða myndlistarmenn,“ segir Sigrún, hreinskilnislega.

Eftir að hafa hist og rætt málin ákváðu þær að stofna Facebook-hóp og bjóða nokkrum velvöldum listakonum í hópinn. Á þann hátt sköpuðu þær vettvang til að varpa fram hugmyndum og eiga samtal við aðra um myndlist. Sýningin sem stendur yfir í Gallerí Gróttu er önnur sýningin sem þær vinna að saman, þótt sýningar séu ekki endilega meginmarkmið I.Y.F.A.C hópsins.

„Í fjöldanum verður til smitandi orka og hópurinn er fyrst og fremst hugsaður sem eins konar stuðningsnet,“ segir Ragnheiður Harpa. „Já, við erum smá eins og AA, nema fyrir listakonur,“ bætir Steinunn Lilja við og skellir upp.
„Það er oftast þannig að ein okkar stingur upp á að sýna og svo vinnum saman að umsókn. Ein er með hugmynd sem hefur verið að gerjast, en önnur setur hana fram. Þegar við sýndum fyrri sýninguna okkar í SÍM salnum voru Ragnheiður Harpa og Steinunn t.d. ekki með verk, en þær tóku á sig hlutverk sýningarstjóra“ segir Ragnheiður Maísól.

„Við erum náttúrulega hópur kvenna og umræðan fer oft þangað. Titill sýningarinnar, Ég sagði það áður en þú gast sagt það, vísar í hið kvenlæga í okkur,“ svarar Ragnheiður Harpa þegar spurt er um innblástur sýningarinnar. „Það er þetta með að afsaka allt áður en maður gerir eitthvað sem er mjög kvenlegur eiginleiki,“ bætir Ragnheiður Maísól við. „Maður er alltaf að afsaka sig fyrirfram. Það er fyndið að standa sig að þessu þegar gestir koma í heimsókn eða þegar maður er að byrja símtal, því þetta er eitthvað sem maður myndi aldrei ætlast af öðrum. Það er eins og við séum alltaf að afsaka tilvist okkar, búast við einhverri gagnrýni og forðast árekstra, en þeir eru einmitt svo skemmtilegir!“

Listakonurnar byrjuðu sýningarferli Ég sagði það áður en þú gast sagt það sýningarinnar á að vinna undir titlinum Augnsaumur. „Það er saumspor sem er hluti af íslenskri útsaumshefð,“ útskýrir Sigrún. „Þá er vefnaðurinn glenntur út með sporunum þannig það opnast stærra gat á milli vefjaþráðanna heldur en á að vera. Þá myndast eins konar auga sem breytir uppbyggingunni án þess þó að slíta eða skera.“

Samkvæmt listakonunum hefur textíllinn oft verið afskrifaður sem dútl eða skraut í stað alvarlegrar myndlistar, eins og svo margt annað sem telst kvenlægt, nema ef listamaðurinn er karlmaður. „Kona má halda sýningu um eitthvað kvenlægt eins og ástina, eða hafa blóm í gjörningnum sínum. Það er ekkert skammarlegt við það,“ segir Steinunn, ákveðin. „Maður hefur alveg lent í smá hnussi þegar talað er um textíl,“ tekur Sigrún undir. „En textíllinn er einmitt einn þráðanna í þessari sýningu. Það eru þræðirnir í óreiðunni, veraldlegu þræðirnir sem við vefum úr og svo þessi arfur kvenna sem hefur gengið í gegnum þráðinn, frá kynslóð til kynslóðar í ýmsum birtingarmyndum.“

Þegar samræður eru komnar út í frjálst spjall tölum við oft um óreiðuna eða byrðina sem fylgir hlutum, bæði bókstaflega en einnig t.d. í tölvupósti manns. Þá fer maður að sortera efnið sitt og finna hvar merkingin liggur. „Þráðapælingin fer úr því að vera smá yfir í stærri mynd. Steinunn er til dæmis með stjörnugeim sem nær yfir risa spektrúm,“ segir Ragnheiður Harpa og horfir áhugasöm til Steinunnar.

„Stjörnurnar eru sem sagt augnskuggi,“ segir Steinunn. „Ég kann ekki að mála mig og hef aldrei gert, en einhvern veginn sit ég uppi með fullt af augnskugga sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og aldrei hent. Það sem mér finnst gaman akkúrat núna er að fara á vefsíðuna Pinterest og skoða myndir af geimnum og stjörnuþokum. Stundum þegar ég horfi á himininn á ég erfitt með að sjá stjörnurnar og finnst það svekkjandi. Ég ímynda mér þá hvernig það væri ef það væri hinseginn, stjörnurnar væru svartir punktar og himininn ljós, þá væri mun auðveldara fyrir mig að sjá munstrin. Svo ég ákvað að gera það að raunveruleika með efninu sem var alltaf að þvælast fyrir mér, augnskugganum. Ég er nefnilega í því ferli að losa mig við hluti sem ég hef sankað að mér, en á erfitt með að henda. Augnskugginn finnst mér mjög fallegur og magnað efni til að vinna með. Með þessu langaði mig að binda hinn stóra stjörnugeim saman við eitthvað sem telst venjulegt.“

Verk Ragnheiðar Hörpu fjallar einnig um hið smáa og stóra, en það samanstendur af nokkrum sandstöplum sem hún nefnir Galdra. „Í sandinum leynist smækkuð mynd af stærri heim. Með verkinu vildi ég vísa í hina kvenlegu hefð að gera seið og galdra, arf sem gengið hefur niður kynslóðir“ segir Ragnheiður Harpa. Ásamt sandinum eru litlir steinar, kuðungar og smáhlutir sem hún fékk frá ömmu sinni. Þeim hefur hún raðað í myndir sem minna helst á töfrarúnir. Ragnheiður Harpa segir frá því að hún hafi fundið fyrir kynslóðabili sem leiddi til þess að vitneskja af þessu tagi hafi tapast. „Með verkinu vil ég brúa bilið, sækja aftur í það sem hefur hugsanlega tapast.“

Á opnun sýningarinnar var fluttur gjörningur sem gestum var boðið að taka þátt í og vinna saman að því að töfra fram nýjan galdur undir leiðsögn Ragnheiðar Hörpu. Fólk var látið varpa óskum sínum á tiltekinn hlut, stein eða kuðung og koma honum fyrir á ákveðnum stað á stöplinum.

„Mér fannst gjörningurinn tala svolítið um arfinn eða það sem er geymt,“ segir Sigrún. „Þungann og söguna í hlutum sem er tímabundin. Þú gerir verkið ekki aftur án þess að gera það allt aftur.“
Verk Sigrúnar er unnið í textíl og samanstendur af 110 efnisbútum sem innihalda allir handsaumað orðið OK. „Verkið var tilraun til að einblína á handahófskennda jafnt sem tímatengda hugmynd, það að endurtaka sama verkefnið dag eftir dag í ákveðinn tíma,“ segir Sigrún hugsi. „Á hverjum degi saumaði ég þessa tvo stafi í efnisbút af sömu stærð. Það var komið á þann stað þar sem ég fór að hugsa um lögun stafanna, mjúkt O og beitt K,“ segir hún og hlær. „Ég vil meina að það þurfi ekki að bíða eftir því að meistaraverk komi til manns. Það er líka hægt að taka ákvörðun og treysta því að verkið komi til í ferlinu. Reglurnar urðu til eftir því sem ég vann verkið.“ Hver og einn efnisbútur virðist hafa sinn persónuleika, mótaðan af efninu og hvernig OK-ið er saumað. Sumir bútarnir virðast hvísla á meðan aðrir öskra.

Verk Ragnheiðar Maísólar er einnig unnið í textíl og sprottið út frá heilráðum móður hennar. „Ég fór að hugsa um hvernig allt sem maður segir við börnin sín hefur áhrif og hvað það væri sem sæti eftir hjá mér í sambandi við mömmu mína. Við höfum átt svo náið samband og hún hefur alltaf verið mikil fyrirmynd, textílkona og vefari. Mig hafði alltaf langað að vinna með henni,“ segir Ragnheiður. „Einu sinni þegar ég var að fara út úr húsi með taupoka endurómaði heilræði móður minnar í höfðinu á mér: „Það er betra að vera með eina stóra tösku en margar litlar.” Þá byrjaði ég að safna heilráðum og festa þau niður. Þegar ég var að vinna verkið urðu þessi heilræði nánast trúarleg, eins og boðorðin tíu.“ segir Ragnheiður og hlær. „Einu sinni sagði hún við mig „Þú ert ekki frek, þú ert ákveðin”. Þessi setning hafði mikil áhrif á mig sem barn og sýndi mér að það er allt í lagi að vera stelpa og taka pláss. Ég lærði með þessu að vera svolítill gaur og að kýla á hlutina.“

„Mér finnst Halla líka hafa þetta í sér, að kýla á hlutina,“ segir Steinunn. „Hún er ein duglegasta kona sem ég þekki.“ Hinar taka allar undir, en Halla var sú eina sem komst ekki í viðtalið. Verkið hennar samanstendur af hringlaga blýantsteikningum í sérstökum stíl sem hún hefur þróað með tímanum. Verkið ber heitið Betri eru ímyndanir en að tilheyra engum sem vísar í einmanaleikann og hvernig við sem mannfólk tökumst á við hann og lífið sjálft með því að skapa okkar eigin heima með ímyndunum.

Við inngang sýningarinnar er texti á vegg sem við fyrstu sýn virðist fjalla á hefðbundinn hátt um sýninguna, en er í raun kvenlæg afsökunarbeiðni sem hnykkir á og undirstrikar inntak og áherslur sýningarinnar.

Blaðamaður artzine þakkar fyrir spjallið. Við og minnum á að lokahóf sýningarinnar er 7. október og hvetjum alla til að mæta.

Sólveig Eir Stewart

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest