Sequences celebrates its 10 year Anniversary

Sequences celebrates its 10 year Anniversary

Sequences celebrates its 10 year Anniversary

Sequences – real time art festival celebrates its 10 year Anniversary Saturday November 19th in Reykjavík and welcomes everyone to the celebration this forthcoming weekend.

The festivities begin at 12:45 in The National Gallery, introducing the theme of the next festival and announcing the Honorary Artist. David Horvitz’s piece Let Us Keep Our Own Noon will also be introduced, but the piece will be on view in The National Gallery until winter solstice on December 21st. The work consists of forty-seven handbells created through the remelting of a French church bell dating back to 1742. The work is activated by forty-seven performers who, at local noon, taking place at 13:13 on this day, collectively ring the bells and then disperse throughout the building and out onto the surrounding streets of the National Gallery. The board of Sequences invites all guests to enjoy a homemade birthday cake after the performance.

From there we move on to Mengi, performance venue on Óðinsgata 2 where Rebecca Moran shows a recent piece and an open sculpture tournament takes place and DJ Emotional (Ragnar Kjartansson) plays moods for listening and relaxation. Hildigunnur Birgisdóttir will host a show of .gif animations by various artists. The program finishes with the unveiling of DayBreak, Forever a sound installation by Ragnar Helgi Ólafsson, that will be on view until next Sequences festival, fall 2017.

While this day’s program celebrates the 10 year anniversary of Sequences, it also serves as a bridge to the next festival that will be held in October 2017. The artists showing their works are, for instance, all exhibiting in the next Sequences and the curator’s involvement testifies to her commitment and interest in creating strong connections to the Icelandic art scene and artists and in exploring the cultural life of the city before and leading up to Sequences VIII. The anniversary program can thus be said to be a prelude to the ten day festival to come and therefore it is only appropriate to ask the curator herself, Margot Norton, for some insight into her vision for the festival, as can be read below:

What do you think first attracted you to your field?

I was fortunate to grow up in New York City and being surrounded by so many great museums and galleries certainly played a role in developing my interest in art, although not necessarily with a contemporary focus or as a curator. It wasn’t until after my undergraduate studies upon moving back to New York, that I developed more of a focus on the contemporary art field. I had always admired the non-profit cultural center Exit Art, and decided to apply for an internship there. Founded in 1982 by the late curator Jeanette Ingberman and her partner, artist Papo Colo, Exit Art was known for an experimental and innovative approach to exhibition-making that highlighted diversity and often presented the work of artists who confronted difficult social and political questions of the time. During my internship, I worked alongside the curatorial team there to develop ideas for exhibitions, vet artists’ proposals, and select artists and works for various shows keeping in mind the conversations generated through their juxtaposition. It was through this brief yet formative internship that I became interested in curatorial practice—everything from developing concepts for exhibitions to working on the most practical and mundane aspects of production—and particularly at an organization that embraced challenging and thought-provoking work by artists from diverse backgrounds, which is of course central to the New Museum mission as well.

Are there any guidelines you go by in choosing your projects, because obviously you must have your hands full in your position as a curator at the New Museum? What has made you come to Iceland and be a part of the Sequences VIII during its anniversary year?

At the New Museum and more generally, I am drawn to working on projects that disrupt what is expected and expand the definition of what an art-viewing experience can be. Reykjavik’s “Sequences” festival was founded to do just that: embrace cutting-edge visual art and provide a platform for time-based mediums that are often overlooked such as video, performance, and sound. When I first came to Iceland several years ago to work on a New Museum exhibition with Icelandic artist Ragnar Kjartansson, I was struck by the dynamism of the art scene here. There is a genre-bending and collaborative spirit among cultural makers in Iceland that yields such innovative projects and platforms. I am thrilled and honored to be developing the program for Sequences VIII during its anniversary year, and to be working in such a robust and invigorating cross-disciplinary environment.

What do you think makes a good curator and what do you feel are the jobs greatest challenges?

To put it simply, the most important thing that I want to accomplish as a curator is to make everything possible so that a work of art can be shown to its fullest potential and allow for an artist’s vision to shine through clearly and brilliantly. There are naturally challenges in doing so in terms of budgetary constraints and physical logistics, but also in terms of making space to allow for interpretation and, at times, to encompass a breakdown of preconceived notions.

Can you tell us a bit about your vision for this year’s festival, what can people expect? Any goals or messages you wish to come across in your work?

I’m excited that the hub of Sequences VIII will be the recently-opened Marshall House—the new home for the artist-run spaces NYLO (The Living Art Museum) and Kling and Bang. It is great that so much of the festival will take part in this reinvigorated historic space for art in Reykjavik. There will also be a handful of projects at select venues throughout the city. Many of the works will be new commissions for these spaces inspired by its theme. The artists chosen for Sequences VIII will come to Reykjavik from across the globe and collaborations between these artists and the local art community will be encouraged.

About Margot Norton
Margot Norton is Associate Curator at the New Museum in New York. At the New Museum, she has curated and co-curated solo exhibitions with artists Judith Bernstein, Pia Camil, Sarah Charlesworth, Roberto Cuoghi, Tacita Dean, Ragnar Kjartansson, Chris Ofili, Goshka Macuga, Laure Prouvost, Anri Sala, and Erika Vogt, and group exhibitions The Keeper, Here and Elsewhere, and NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star. She also organized the retrospective exhibition Llyn Foulkes, which traveled from the Hammer Museum in Los Angeles, and worked on the exhibitions Ghosts in the Machine, Chris Burden: Extreme Measures, and Jim Shaw: The End is Here. Norton curated Night Transmissions: Electronic Intimacy, a program of video art broadcast on RÚV, Icelandic National Broadcasting Service in early 2016. Norton is currently working on the exhibition, Pipilotti Rist: Pixel Forest, on view at the New Museum October 26, 2016—January 15, 2017. Before she joined the New Museum, she was Curatorial Assistant on the 2010 Whitney Biennial and in the Drawings Department at the Whitney Museum of American Art, New York. Norton has lectured and published on contemporary art and holds a Master’s Degree in Curatorial Studies from Columbia University, New York.

Interview:
Kristína Aðalsteinsdóttir
Project manager at the Icelandic Art Center


Image credit: Courtesy New Museum, New York. Photo: Benoit Pailley

Hvað gerist ef dúfa skítur á glerkassabyggingu?

Hvað gerist ef dúfa skítur á glerkassabyggingu?

Hvað gerist ef dúfa skítur á glerkassabyggingu?

Egill Sæbjörnsson opnaði sýningu sína í Hafnarborg um síðustu helgi sem hvetur okkur til að horfa gagnrýnum augum á manngert umhverfi okkar, sem samanstendur af þráðbeinum línum og allt of mörgum einföldum flötum. Fyrr á árinu bauð Egill fólki til samvinnu í Bakaríi þar sem þátttakendur unnu saman að því að búa til flóknari og lífrænni arkitektúr sem færir auganu verðugt viðfangsefni. Útkomuna úr þessari fallegu samvinnu gefur að líta á sýningu hans Bygging sem vera & borgin sem svið. 

Borgin er ein stór stofa sem tilheyrir okkur öllum

Egill stóð fyrir viðburðinum Bakarí í Hafnarborg fyrr á árinu og bauð þátttakendum að móta byggingarlist í brauðdeig sem lið í undirbúningi sýningarinnar. „Í Bakaríinu voru búnir til litlir brauðhlutir sem við stækkuðum upp í fulla stærð sem er mjög fallegt að sjá,“ segir Egill.

Borgarskipulag, arkitektúr og manngert umhverfi eru málefni sem Egill er að vinna með á sýningunni. „Ég er búinn að vera að ergja mig á nýjum byggingum, bæði hérlendis og erlendis í langan tíma og hef talað mikið um þetta við vini mína sem eru arkitektar. Ég hef þrengt þetta niður í að 20. aldar arkitektúr er með of lítið af flóknu yfirborði. Í gömlum húsum skapar skraut byggingarinnar flókið yfirborð og þó við þurfum ekki endilega að búa til skraut í dag eins og það var þá, þá þarf hluti af byggingunni að vera svolítið flókinn. Það þarf að vera meira af einhverju sem er fallegt því nú er þetta allt of stílhreint og redúserað. Það má ekki ein dúfa setjast á glerkassabyggingu og skíta á hana að þá fellur hún og fer alveg úr jafnvægi. Mér finnst arkitektar í dag vera heilaþvegnir af því að allt sem heitir skraut sé vont. Ég held að það sé sjúkdómur 20. aldarinnar og ég bíð eftir að það fari að snúast við.

Þetta er eitt sem ég er að taka fyrir í þessari sýningu, því í Bakaríinu bjó fólk til glugga, tröppur og hurðir úr deigi sem var bakað í staðinn fyrir að vera hannað í AutoCAD. Deigið beyglar allt sem þú gerir og það fær lífræna áferð á meðan AutoCAD myndi leiðrétta hverja einustu línu, gera hana beina og stífa. Á þennan hátt erum við að búa til arkitektúr í gegnum lífrænt efni í staðinn fyrir svona beinlínu-ferli.“

01a

Egill bendir á að eins og með alla menningu er mannlegt umhverfi ekki einkaeign fárra útvaldra heldur sameign allra sem deila umhverfinu, nota það og tilheyra því. „Byggingar skapa umhverfi sem tilheyrir okkur öllum og við eigum öll rýmið á milli húsanna. Þetta er allt saman borgin okkar, leiksvið okkar tilveru og í raun eins og stofa okkar allra. Borgin er ein stór stofa og við eigum rétt á því að þetta sé gert vel. Þetta er bara spurnig um vilja og kröfu samfélagsins. Í miðbænum er krafan um vandaðar byggingar hærri, krafa um skrautlegar og hlýlegar byggingar. Mér finnst að borg eigi að vera eins og lófi sem maður horfir inn í og þar sé hægt að sjá heila lífssögu. Hún má ekki vera hvítt blað sem er óskrifað og hundleiðinlegt.“

„Á sýningunni er ég líka að tala um Hafnarfjörð, sem mér finnst vera gott dæmi um íslenskan raunveruleika. Það er dæmigerður mannlegur faktor að maður sér ekki hvaða gull maður hefur í hendi sér, en ef horft er á Hafnarfjörð utan frá áttar maður sig á því hvað hraunið er einstakt, eiginlega á heimsmælikvarða. Það er alveg rosalega júník. En Hafnarfjörður er eins og unglingur í identitíkrísu sem veit ekki alveg hver hann á að vera. Hér er t.d. verið að búa til eitthvað feik identití með því að þykjast vera víkingabær, sem er algjör meðalmennska. Í staðinn fyrir að finna sinni innri styrk sem er falinn í því sem bærinn hefur fengið í náttúrulega forgjöf, sem er hraunið, bæjarlækurinn og söguleg höfn. Ef bærinn myndi byggja á þessu gæti hann fengið mikið sterkara byggðarsérkenni og persónuleika.“

Það er fleira í manngerðu umhverfi Hafnarfjarðar sem Egill gæti vel hugsað sér að gera á annan hátt. „Hönnunarslys geta alltaf komið fyrir hvar sem er, eins og að allt aðalsvæðið á nesinu í Hafnarfirði er bara bílastæði. Fjörðurinn er barn síns tíma og sýnir algert skilningsleysi á þessum djúpa karakter Hafnarfjarðar, sem er byggður í hrauni. Með hrauni en ekki á móti hrauni þar sem alltaf er verið að valta yfir hraunið. Í stað þess að hanna torg með stéttum úr prefabricated, tilhöggnum steinum ætti að horfa í bakgarðinn, þar sem öll þessi fegurð er í hrauninu. Hafnarfjörður á eftir að vera til eftir 200 ár og það er mjög stórt svæði sem er óbyggt í Hafnarfirði sem nær alveg upp að Helgafelli og lengra, ef ég hef skilið það rétt. Ég held að Íslendingar þurfi að taka ábyrgð og vilja byggð t.d. í svona landslagi þar sem reynt verður að byggja með hrauninu og hafa þetta svolítið sérstakt. Þegar byggt er fallega og vel er það svo góð langtíma fjárfesting, bæði peningalega séð og fyrir samfélagið, fyrir heildina. Við þurfum að hækka þessa kröfu.“

Gullöld íslenskrar myndlistar

Af því að Egill hefur verið búsettur í Berlín í langan tíma spyr ég hann út í skoðun hans á íslenskri myndlistarsenu.

Hvað gengur vel á Íslandi og hverju þarf að breyta?

„Mér finnst mikil blessun að hafa Kling & Bang hérna og mér finnst Nýló vera eins og móðir listarinnar sem tekur öllum opnum örmum. Nýló er mjög falleg institute en þær eru margar að deyja út erlendis. Nýló má alls ekki verða að stofnun sem setur sig á einhverskonar hærra plan og það er mjög mikilvægt að listrænt frelsi Nýló verði algjörlega verndað. Eins er mikilvægt að ungt fólk haldi áfram að fá tækifæri til að reka safnið og þar sé breiður hópur listamanna boðinn velkominn. Það er það sem er fallegt við Nýló og listin á að vera á breiðum skala og fóstra listina. Það er aðalatriðið.“

„Það sem mætti laga á Íslandi er að hér er mikill óprófessionalismi. Það er ekki af því að fólk sé vitlaust, það er bara ekki sami prófessionalismi hér eins og t.d. í Þýskalandi þar sem t.d. söfnin heimta af þér að þú sért búinn með sýninguna þína tveimur mánuðum fyrir opnun og hringja stöðugt í þig þremur mánuðum fyrir opnun. Hérna byrjar fólk að hringja tveimur vikum fyrir opnun. ‘Þetta reddast’-faktorinn er mjög góður en hann væri ennþá betri ef hér væri meiri prófessionalismi.“

„Peningar eru ekki allt sem þarf í myndlist en það mætti styrkja tilburði fleiri gallería til að komast út. Það væri æðislegt ef fleiri íslensk gallerí gætu farið á messur. Íslenskir listamenn eru enn of lokaðir af og það þarf að reyna að koma þeim í tengsl út á einhvern hátt.

Listamannalaun eru mjög mikilvæg og ég vona að það verði skilningur til að halda þeim áfram. Þau hafa hjálpað mér alveg gífurlega í gegnum tíðina og mjög mörgum. Nú eru nokkrir listamenn sem eru að gera það ágætt og eitthvað af þessum peningum eru hreinlega að skila sér beint aftur kassann fyrir utan öll menningarlegu áhrifin sem eru margfeldisáhrif.

Ég held að íslensk myndlist sé á blómaskeiði í augnablikinu. Það hefur aldrei verið svona mikil þensla og mikið í gangi. Það er gullöld í myndlist í rauninni, þó að hún fari kannski ekki mjög hratt þá er hún samt í gangi.“

Á þessum ofsajákvæðu nótum setjum við lokapunktinn í bili.

Takk fyrir viðtalið, Egill.

Hlín Gylfadóttir


Myndir með grein: Daníel Magnússon

Nánari upplýsingar um sýninguna:

CURRENT

Um sýninguna á vef Hafnarborgar

Von í Hafnarborg

Von í Hafnarborg

Von í Hafnarborg

Nú rétt eftir kosningar og í upphafi umleitanir flokka um nýja ríkisstjórn stendur yfir sýningin Von í Hafnarborg þar sem þingmenn eru sett í fyrirrúm. Í upphafi árs 2015 hóf Birgir Snæbjörn Birgisson vinnu við verkið sem hefur vakið talsverða athygli og tekið sinn tíma í framkvæmd. Myndirnar á sýningunni sýna þingmannatalið á árinu 2015. Svo fölar eru myndirnar að það er ekki augljóst við fyrstu sýn hvaða þingmaður er hvað.

Látlaust yfirbragð myndanna renna saman í eina heild. Hún rímar við hugsjón um þing sem starfar í friði og samheldni. Jafnframt vísa þær til þess að þingið mótar samfélagið. Þingmenn hafa áhrif og þeir sem heild móta samfélagið á jafn óljósan hátt og myndirnar af þeim eru. Eins og draugar nánast hafa þeir hlutverki að gegna undir skipulagi sem var fyrir þeirra tíma og verður áfram um ókomna framtíð.

Það er ekki allt sem sýnist. Það er eitthvað undir yfirborðinu ef betur er að gáð. Verkið er pólitískt en skilur upphrópanir eftir við dyrnar. Verkið segir ekki mikið til að byrja með rétt eins og Alþingishúsið eitt og sér er einungis bygging. Með því að gefa verkinu gaum verða hugrenningar um verkið jafn margar og áhorfendur eru margir.

Þingmennirnir eru allir eins en jafnframt ólíkir. Þeir eru eins og við, næstum því. Þeir endurspegla okkur í samfélaginu og á móti endurspeglum við þá. Von vísar til þess að þingmennirnir standa fyrir væntingum okkar, ótta og þrám. Hjá þeim skilum við vonbrigðum okkar og kvíða. Von um eitthvað betra er sett á þeirra herðar en kannski þurfum við að gera meiri væntingar til okkrar sjálfra.

Í verkinu eru allir þingmennirnir ljóshærðir og bláeygðir. Ljóshærðar staðalímyndir hafa áður skotið upp kollinum hjá listamanninum en hér eru bláu augun og ljósa hárið mjög óljóst að það reynir á sjónina. Það kallar á ákveðna einbeitingu. Séu skilaboðin yfirfærð í raunveruleikann, geta þau verið þau að það tekur á að fylgjast með starfinu á Alþingi. Jafnvel ollið ergelsi.

von1

Þegar Birgir byrjaði á verkinu var ekki fyrirséð að það yrði við opnun í aðdraganda kosninga. Eftir mikið umrót, mótmæli og boðun nýrra kosninga á verkið erindi inn í samfélagslega umræðu eins og fiskur í sjó. Í ljósi þess að formenn flokkanna virðast bjartsýnir og hafa nýlega talað um betri vinnubrögð á Alþingi, er komin von. Það er einnig von að Birgir reynir sannspár með verkinu. Að við fáum að sjá betri stjórnmál, laus við átök og skotgrafir þar sem Alþingi vinnur saman og leysir okkur undan átökum í samfélaginu.

Sýningin stendur til 20. nóvember

Júlía Marinósdóttir

Tekist á við frelsið

Tekist á við frelsið

Tekist á við frelsið

Listsköpun sem rannsóknartæki er áhugavert fyrirbæri sem fleiri og fleiri hafa gefið gaum. Ekki eru til margar bækur sem skrifaðar eru út frá sjónarhóli listamanna sjálfra um hvernig þeir líta á listsköpun sína sem rannsóknartæki og er því fagnaðarefni þegar slík bók kemur út. Í fyrra gaf Crymogea út bókina ‘Make a Painting of Trees Growing in a Forest / Erla S. Haraldsdóttir Selected Works’ (2015). Bókin var gefin út af tilefni einkasýningar Erlu í listasafninu í Kalmar í Svíþjóð síðla hausts sama ár og var útgáfan gerð möguleg vegna styrks frá Längmanska listasjóðnum í Svíþjóð og Myndlistarsjóðnum á Íslandi. Erla sjálf hefur verið búsett í Berlín í Þýskalandi um árabil og ólst upp bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún er einn af eftirtektaverðustu listamönnum þjóðarinnar og á verk í eign helstu listasafna landsins.

makeapaintingbokFormáli bókarinnar er skrifaður af samstarfsmanni Erlu til margra ára, sýningarstjóra sýningarinnar Jonatan Habib-Engqvist sem jafnframt tekur forvitnilegt viðtal við listamanninn þar sem farið er út í aðferðarfræði Erlu við málunina sjálfa. Jonatan er kennismiður á sviði málverksins í Svíþjóð og á alþjóðlegum vettvangi en hann ritstýrði meðal annars bókinni ‘Thinking Through Painting’ (2014) sem fjallar um athöfnina að mála sem listrannsóknartæki. Í viðtalinu leggur Erla fram það sjónarhorn að það að standa frammi fyrir auðum striganum sé eins og að búa sig undir það að steypa sér út í ævintýri sem eigi eftir að færa sér ófyrirséðnar uppákomur. Hún hafi enga stjórn á þeim, þær gerast bara í ferlinu og sem hún verði að lúta þeim, mæta á vellinum og tækla. Það sé mikilvægt að það sem er framundan sé óráðið annars myndi henni fara að leiðast fljótlega. Hún líkir þessu við að henda sér út í ólgandi fljótið snemma að vori. Það sé sársaukafullt að stökkva ofan í og missa þannig stjórn. Hún verði bara að berast með straumnum, takast á við það sem gerist á leiðinni og náttúrulögmálin og á sama tíma reyna að stýra líkamanum í þessari hringiðu. Viðtalið heldur síðan áfram og kemur inn á tækin sem hún notar við rannsóknina eða ferðina; litanotkun, beitingu pensilsins, lýsingu, sjónarhorn, val á myndefni og annað sem mjög upplýsandi er að lesa um.

bokattach
Erla S. Haraldsdóttir „Make a painting of trees growing in a forest“, 2015, monograph. Crymogea. Hönnun: Ariane Spanier, Stephie Becker, Texti: Christoph Tannert, Dr. Kyllikki Zacharias, Jonatan Habib Engqvist.

Það var texti þýska sýningarstjórans Kyllikki Zacharias sem vakti mesta athygli hjá mér. Í greininni fjallar Kyllikki um aðferðarfræði Erlu við rannsókn og undirbúning eða um þá leið sem farin er áður en sest er niður og málað. Erla beitir aðferðarfræði sem hún kallar ‘Task Painting’ eða ‘Málað samkvæmt tilmælum’. Bókin fjallar um málverk sem hófu vegferð sína sem tilmæli til listamannsins frá Magnúsi Sigurðssyni, Craniv Boyd, Hildigunni Birgisdóttur, Stanislaw Ruksza, Katarzyna Kalinka og óþekktum vætti í Witherle skógi í Maine í Bandaríkjunum. Í greininni sem inniheldur fjölda ljósmynda er rakin aðferðarfræði sem byrjar á því að Erla biður vini sína um að gefa sér tilmæli sem verða að útgangspunkti rannsóknarvinnu þar sem Erla viðar að sér myndefni sem tengist tilmælunum. Erla fer í ferðalag sem innblásið er af þekkingu hennar á listasögu heimsins og náttúrulegum fyrirbærum og landslagi en einnig myndbrotum úr hversdagslífinu. Myndirnar eru valdar af kostgæfni og síðar notaðar til hliðsjónar við málunina. Það er á þessu stigi sem Erla stendur á bakka fljótsins og hendir sér út í af miklu hugrekki og rannsóknin heldur áfram sem athöfn eða praktík. Vandlegur undirbúningur er þannig ekki sama og fyrirsjáanleiki. Með þessari aðferð verður Erla að eigin sögn að rottu sem byggir eigin völundargöng og vitnar þar í franska rithöfundinn Raymond Queneau. Þarna er Erla að tækla hið óendanlega listræna frelsi sem listamenn hafa notið í sköpun sinni síðan á 19. öld og meitlar sér leið í gegnum sjálfskipaðar takmarkanir tilmælanna til að komast að kjarnanum – hún finnur undankomuleið. Hún þarfnast þessara sjálfbyggðu takmarkana og undankomuleiðar vegna þess að þetta algera frelsi gerir auðann strigann að einskonar plánetu án sportbrautar. Það vanti sólina eða kerfi til að snúast í kringum. Algert frelsi sé líka alger ábyrgð á útkomunni og þannig verði auði hvíti striginn að martraðakenndu hyldýpi.

dok_erla_s_h_kalmar_konstmuseum_2015_11_michelangelo_miskulin_47„Make a Painting of Trees Growing in a Forest“ 2015. Solo exhibition. Kalmar konstmuseum, Kalmar, Sweden. Ljósmyndari: Michelangelo Miskulin.

Fremst í bókinni er að finna inngangstexta eftir listrænan stjórnanda Bethanien listastofnunarinnar, Christoph Tannert, en Erla er ein af fáum íslensku listamönnum sem hafa hlotið þann heiður að fá úthlutað vinnustofu í Bethanien sem staðsett er í miðju listasenunnar í Berlín. Það sem Tannert finnst áhugavert við málverk Erlu er að hún fetar sínar eigin leiðir um leið og hún á í stöðugu samtali við hefðina. Það er ekki nýtt af nálinni að listamenn noti sjálfskipaðar takmarkanir eða reglur og tilmæli til að fást við listköpun sína. Það sem er áhugavert er að skoða hvernig Erla daðrar við liststefnur og aðferðir fortíðar á hátt sem tikkar í takt við samtímann. Tannert vitnar í Erlu sem tekur fram að hún skilji það sem svo að hlutverk málverksins í samtímanum sé fólgið í því að það skapi rými fyrir sálir einstaklinga, það gefi sálinni rödd í augnablikinu. Hin einstaka rödd sé á sama tíma hin samfélagslega rödd, og staðbundin rödd sé að sama skapi hin algilda rödd. Hún vonar að málverkin hennar séu aldrei lokaniðurstöður, heldur mikið frekar að þau opni slík rými.

genesis_hallgrim
Frá Genesis sýningunni í Hallgrímskirkju. Ljósmyndari: Vigfús Birgisson.

Bókin fæst víða í borginni. Meðal annars í Mál og Menningu og á öllum helstu söfnum. Það er lærdómsríkt að spegla eigin listsköpun í aðferðarfræði Erlu og um að gera að næla sér í eintak en einnig vegna þessa að um þessar mundir stendur yfir önnnur einkasýning Erlu í Hallgrímskirkju. Það hefur hún tekið fyrir sköpunarsöguna sem einhvers konar tilmæli til að hefja skapandi feril. Í sýningarstjóratextanum kemur Jonatan inn á það að með því að nota þá listrænu aðferð að skapa kerfi í kringum listsköpun sína þá nálgist Erla á gagnrýnin hátt langlífar en út úr sér gengnar hugmyndir um hinn guðdómlega innblástur og skylda hugmynd um að listamaðurinn skapi úr engu – ex nihilo. Málverkin í Hallgrímskirkju byggja á sjö teikningum úr Íslensku teiknibókinni en hafa í höndum Erlu dýpkað verulega tilvísunarheim sinn. Þarna er vísað í íslamska list, tarot spil, mynsturgerð Ndebele fólksins í Suður-Afríku, egypskar fornminjar, dulspeki gyðinga, evrópska sem og íslenska og japanska list en líka hversdag Erlu sjálfrar. Málverkin verða ferðalag um heim Erlu. Höfuðverk sýningarinnar er málað með hliðsjón af símamynd sem hún tók upp í rúmi af sjálfri sér liggja í leti á sjöunda degi vikunnar. Gefur hún í skyn að letin sjálf sé þar sem uppruna sköpunar sé að finna.

Heimasíða Erlu fyrir frekari upplýsingar: erlaharaldsdottir.com

Sýningu lýkur 20. nóvember n.k.

Hulda Rós Guðnadóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest